spot_img
HomeFréttirMeistarar Heat og Allen mæta Boston í fyrsta leik

Meistarar Heat og Allen mæta Boston í fyrsta leik

Keppnisdagskráin í NBA deildinni fyrir næstu leiktíð er klár. Ray Allen sem á dögunum gekk til liðs við meistara Miami Heat mætir sínum fyrrum félögum í Boston Celtics strax í fyrstu umferð þann 30. október!
Alls erum við að tala um 1230 leiki, 82 leikir á lið…ekkert bölvað verkfall. Fyrir ykkur sem eruð með TNT sjónvarpsstöðina lýkur fjörinu ekki strax að loknum leik Miami og Boston þennan opnunardag því þar á eftir mætast Dallas og LA Lakers. NBA deildin mun því opna með leikjum þessara fjögurra liða sem unnið hafa fimm síðustu titla í deildinni.
 
Strax þann 1. nóvember verður ekkert lát á fjörinu því þá mætast New York Knicks og nýja liðið Brooklyn og eru allar forsendur fyrir því að þarna gæti fæðst enn veglegri nágrannarimma.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -