Í kvöld áttust við Grindavík og Snæfell í öðrum leik liðanna í deildinni í Domino´s deld karla. Í fyrsta leikhluta var ekki hægt að segja að annað hvort liðanna hefði meiri forystu en hitt. Grindvíkingar náðu þó þegar fjórar mínútur voru eftir að komast yfir og voru það þar til leiknum lauk. Þeir enduðu leikhlutann sjö stigum yfir 30 – 23.
Í öðrum leikhluta gafst Snæfell aldrei upp og héldu sér tíu stigum undir 57 – 47.
Snæfell átti erfitt með að stoppa Samuel Zeglinski þar sem hann setti 6 af 9 þriggja stiga skotunum sínum niður í fyrri hálfleik. Hann var stigahæstur Grindvíkinga í hálfleik með 24 stig, Aaron Broussard var með 13 stig og Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 8 stig og 7 fráköst
Stigin hjá Snæfell dreifðust betur á meðal leikmanna en Jón Ólafur Jónsson var með 13 stig, Pálmi Freyr Sigurgeirsson með 9 stig og Sveinn Arnar Davíðsson með 7 stig.
Þegar í þriðja leikhluta var komið var Snæfell ekki enn búið að gefast upp og náði að minnka muninn niður í 6 stig þegar þrjár og hálf mínúta voru eftir af leikhlutanum. En Grindavík snéri þá blaðinu við og komust upp í 17 stiga mun áður en leikhlutanum lauk og endaði hann 86 – 69.
Snæfell gafst þó ekki upp og náðu að minnka muninn niður í 10 stig þegar tvær mínútur voru búnar af fjórða leikhluta 86 – 76. En Grindvíkingar hleyptu þeim ekki nær og komust 15 stigunum yfir aftur. Hvorugt liðanna slakaði á og kláruðu leikinn af fullum krafti. Snæfell voru átta stigunum undir í lok leiks 110 – 102.
Stigahæstir fyrir Grindavík í kvöld voru Samuel Zeglinski með 38 stig, 8 stoðsendingar og 5 fráköst, Aaron Broussard með 28 stig og 9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Þorleifur Ólafsson gerðu báðir 12 stig en Sigurður var einnig með 8 fráköst.
Fyrir Snæfell voru það svo Hafþór Ingi Gunnarsson með 26 stig og 8 fráköst, Jón Ólafur Jónsson með 20 stig og 11 fráköst og Jay Threatt með 20 stig og 8 stoðsendingar.
Grindavík er því komið með 4 stig í deildinni á meðan Snæfell er með 2 stig.
Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum fékk Aaron Broussard högg á höfuðið og var honum skipt útaf. Hann fór útaf í hálfa mínútu og tilkynnti Sverri Þó Sverrisyni að hann væri í góðu lagi. Aaron fór því aftur inná þegar fjórar og hálf mínúta voru eftir af leiknum. Aaron kláraði leikinn og setti meðal annars niður tvö lay-up á síðustu fjóru mínútunum. Þegar leiknum lauk kom í ljós að Aaron var út úr kortinu og mundi ekki einu sinni eftir því að hafa spilað seinustu fjórar mínúturnar og fyrri partur leiksins var allur óskýr. Hann hafði misst minnið og sat og beið eftir sjúkrabíl þegar leiknum lauk. Eftir frekari athugun var Aaron Broussard útskrifaður og á leið til Grindavíkur aftur.
Mynd/ Úr safni
Umfjöllun/ Jenný Ósk