spot_img
HomeFréttirMeistaradeildin: Panathinaikos mætir CSKA

Meistaradeildin: Panathinaikos mætir CSKA

21:45

{mosimage}
(CSKA-menn fagna í kvöld)

Undanúrslit í Meistaradeildinni hófust í dag í Aþenu en þá mættust Panathinaikos og Tau Ceramica annars vegar og CSKA Moskva og Unicaja Malaga hinsvegar. Leikið er í hinni frábærru höll OAKA, sem er reyndar heimavöllur Panathinaikos. Uppselt var á leikina í dag. Heimamenn í Panathinaikos unnu spánverjana, 67-53, í Tau Ceramica og ríkjandi Evrópumeistarar CSKA Moskva lagði hitt spænska liðið, Unicaja Malaga, að velli, 62-50.

Úrslitaleikurinn verður á sunnudag.

Panathinaikos vann á heimavelli

Panathinaikos eru að komast í úrslit í fyrsta skipti í 5 ár eða síðan þeir urðu Evrópumeistarar árið 2002. Sani Becirovic og Mike Batiste skoruðu 15 stig hver fyrir þá grænu á meðan Serkan Erdogan var stigahæstur spánverjana með 11 stig. Helsta stjarna liðsins Luis Scola náði sér ekki á strik og skoraði aðeins 6 stig.

Panathinaikos voru yfir allan leikinn og var sigur þeirra aldrei í hættu. Þeir leiddu með 14 stigum í hálfleik, 35-21, og höfðu loks sigur 67-53.

Evrópumeistararnir fá tækifæri til að verja titilinn

Evrópumeistarar CSKA Moskva unnu Unicaja Malaga, lið Pavels Ermolinskij, í kvöld, 62-50. Hjá CSKA var Trajan Langdon með 13 stig og stórstjarnan Theodoros Papaloukas átti skínandi leik eins og ávallt. Hann skoraði 11 stig, tók 7 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 4 boltum. Hjá Malaga var Carlos Cabezas með 13 stig og næstur honum kom Marcus Brown með 8 stig.

{mosimage}
(Theodoros Papaloukas kom sterkur af bekknum að vanda)

Unicaja var yfir þegar sjö og hálf mínúta var eftir af leiknum en frábært 14-0 áhlaup hjá CSKA gaf þeim forskotið og þeir létu það ekki af hendi.

CSKA fær tækifæri til að verja Evrópumeistaratitilinn sinn á sunnudag þegar þeir mæta Panathinaikos í úrslitaleiknum.

myndir: Euroleague.net

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -