spot_img
HomeFréttirMeistarabragur á Heat í fjórða hluta

Meistarabragur á Heat í fjórða hluta

Allt frá því LeBron James og Chris Bosh sameinuðust Dwyane Wade í Miami höfðu hinir Þrír stóru aldrei tapað fyrstu tveimur leikjunum í seríu. Framan af leit allt út fyrir að breyting yrði á því þar sem “Born Ready” Lance Stephenson lék lausum hala frá upphafi og virtist ætla vinna leikinn á eigin spýtur. Paul George átti í vandræðum með skotið sitt og David West var heldur ekki að hitta. Sir Lancealot var hins vegar klár frá upphafi, hitti 10/17, skoraði 25 stig, tók niður 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Roy Hibbert var grimmur í fráköstunum, með 13 alls og þar af 8 í sókn, en fékk minna að athafna sig í teignum vegna miklu hressari varnarleiks Heat í samanburði við það sem sást í leik 1.
 
Frank Vogel var spurður fyrir fjórða hlutann hvað hann búist við af LeBron og Miami liðinu í fjórða hluta. Svarið var stutt: “Hann mun reyna að klára leikinn sjálfur.” Eftir frekar rólegan leik hjá Wade og LeBron framan af settu þeir félagar í fluggírinn í fjórða hluta og negldu niður samtals 22 stig. 10-0 sprettur hjá Heat dugði til að koma þeim í þægilega rétt fyrir lok leiks og sigurinn að lokum þeirra.
 
Allt annað að sjá Heat vörnina í þessum leik. Pacers spiluðu þokkalega í sókninni en fengu miklu minna svigrúm til athafna en áður. LeBron og Wade enduðu með 22 og 23 stig. Norris Cole átti góða innkomu af bekknum með 11 stig og baráttu í vörn. Chris Andersen reif niður 12 fráköst.
 
Hjá Pacers leiddi Stephenson með 25 stig og aðrir leikmenn voru umtalsvert rólegri í stigaskori. Framlagið af bekknum hjá Pacers var aðeins 9 stig en það er kannski ekki við öðru að búast þegar allir í byrjunarliðinu spila um eða vel yfir 40 mínútur.
 
 
 
 
Fylgist með Ruslinu á:
Fréttir
- Auglýsing -