Martin Hermannsson og Alba Berlin máttu þola tap gegn Mitteldeutscher í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 94-76.
Martin lék rúmar 29 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 13 stigum, frákasti og stoðsendingu.
Eftir leikinn er Alba Berlin í 15. sæti deildarinnar með fjóra sigra og sjö töp það sem af er tímabili.