spot_img
HomeFréttirMeð í öllum landsleikjum í 12 ár

Með í öllum landsleikjum í 12 ár

10:00

{mosimage}

Birna Valgarðsdóttir er leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi en hún verður fjarri góðu gamni í dag þegar íslenska liðið mætir Hollandi. Birna er komin tæpa sjö mánuði á leið og missir því af sínum fyrstu landsleikjum síðan í desember 1995. Síðan þá hefur Birna spilað alla 67 leiki íslenska landsliðsins.

 

 

„Þetta er frekar skrýtið og ég vildi geta tekið þátt í þessum leikjum. Ég er búin að spyrja stelpurnar í Keflavík hvernig þetta hefur gengið. Þær eru allar að standa sig á æfingum þannig að ég er glöð yfir því,“ segir Birna Valgarðsdóttir, sem man eftir einu skipti þar sem hún var í hættu að missa af landsleik á þessum tólf árum. „Þegar við fórum til Englands milli jóla og nýárs tognaði ég illa á ökkla en einhvern veginn náði ég að púsla mér saman og gat spilað,“ segir hún. „Ég játa alveg að mig klæjar alveg í fingurna,“ segir Birna sem ætlar að mæta og styðja stelpurnar. „Að sjálfsögðu

ætla ég að mæta á leikinn,“ segir Birna. Ísland mætir Hollandi á Ásvöllum klukkan 16.00 í dag og

liðið á enn möguleika á að komast upp í A-deild vinni það leikinn. Holland vann alla þrjá leiki sína

síðasta haust, þar á meðal 66-61 sigur í Rotterdam í fyrri leik þjóðanna.

 

„Ég hef alveg tröllatrú á stelpunum að þær eigi eftir að hanga í þeim og jafnvel vinna þær. Það munaði rosalega litlu í fyrri leiknum þannig að við eigum góða möguleika í þessum leik,“ segir

Birna sem er hvergi nærri hætt í körfunni. „Ég á að eiga 14. nóvember. Ef allt gengur að óskum

þá verður maður byrjaður um áramótin,“ segir Birna að lokum.

 

Frítt er á leikinn í boði Skeljungs

 

Fréttablaðið

 

Mynd: Jón Björn Ólafsson

Fréttir
- Auglýsing -