Martin Hermannsson og Alba Berlin máttu þola tap gegn Partizan Belgrade í EuroLeague í kvöld, 85-71.
Á tæpum 26 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 4 stigum, 4 fráköstum og 13 stoðsendingum, en hann var næst framlagshæstur í liði Alba Berlin í leiknum.
Lítið hefur gengið hjá Alba Berlin það sem af er tímabili í þessari sterkustu deild Evrópu, en þeir eru eftir leik kvöldsins í 18. sætinu með 5 sigra og 26 töp þegar þrír leikir eru eftir af deildarkeppninni.