spot_img
HomeFréttirMBC lá úti gegn Brose Baskets

MBC lá úti gegn Brose Baskets

MBC mátti sætti sig við 12 stiga tap á útivelli í gær þegar liðið mætti Brose Baskets í þýsku úrvalsdeildinni. Lokatölur voru 85-73 Brose í vil þar sem Hörður Axel Vilhjálmsson fékk ekki eina einustu mínútu í hvíld og lék í 40 mínútur.
 
Hörður skoraði 10 stig í leiknum, tók 4 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og setti niður tvo af fimm þristum sínum í leiknum.
 
Með tapinu um helgina er MBC í botnsæti deildarinnar ásamt tveimur öðrum liðum en þau eru LTi 46ers og Fraport Sky, öll hafa þau unnið einn leik og tapað fjórum.
 
Staðan í deildinni
BBL Standings
 1. Bayreuth 4-1 
 2. EWE Baskets 4-1 
 3. Ratiopharm 4-1 
 4. Brose Baskets 3-1 
 5. TBB Trier 3-1 
 6. Art.Dragons 3-2 
 7. B.Muenchen 3-2 
 8. ALBA 2-1 
 9. Telekom Baskets 2-2 
 10. s.Oliver Baskets 2-3 
 11. Phoenix Hagen 2-3 
 12. Neckar L’burg 2-3 
 13. NY Phantoms 2-3 
 14. Bremerhaven 2-3 
 15. Walter Tigers 1-3 
 16. Fraport SKY 1-4 
 17. LTi 46ers 1-4 
 18. MBC
 
Fréttir
- Auglýsing -