spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaMatthías: Verður að fatta að hann er á Íslandi

Matthías: Verður að fatta að hann er á Íslandi

Matthías var eðlilega niðurlútur eftir vægast sagt súrt tap gegn Tindastól fyrr í kvöld:

Þetta var sárt fyrir allan peninginn?

Já þetta var bara hryllingur. Frá því að geta klárað leikinn með fjórum vítum yfir í að miðherjinn þeirra er að setja þrist hérna til að setja þetta í framlengingu. Allt við þetta var bara hræðilegt. Við erum mjög sárir.

Þetta var ansi kaflaskipt, körfubolti vill oft vera það, en það var kannski ansi langt á milli og svo sem hjá báðum liðum?

Mér fannst við ekkert vera að spila mjög vel. Gerald var fínn á köflum og svo kom Hákon, Sæsi og Sigurkarl með kraft þarna þegar við jöfnuðum í lok þriðja. En við eigum kannski ekkert skilið úr leiknum ef við getum ekki klárað svona á vítalínunni, það er ekkert flóknara en það.

Já, það er helvíti dýrt. En mig langar að minnast á Capers, hann var með 2 stig í hálfleik og mér fannst hann hálf hauslaus og pirraður allan fyrri hálfleikinn…

Jájá, hann verður bara að fatta að hann er á Íslandi og bestu leikmennirnir eru bara hamraðir og tekið fast á þeim, það er ekkert nýtt. Þetta hefur verið að gerast síðan hann kom hingað. Hann þarf bara að fatta að svona er þetta bara og má ekki láta þetta fara í hausinn á sér. Þú getur ekkert spilað almennilega ef þú ert alltaf að hugsa um að næsti skellur sé að fara að koma ef þú ferð á körfuna. Hann er kannski búinn að ákveða fyrirfram að það sé verið að fara að brjóta á honum. En við verðum bara að hvetja hann til að halda haus, hann er ekki bara að skemma fyrir sjálfum sér með þessu heldur líka mikið fyrir liðinu. Ég hef enga trú á öðru en að hann breyti þessu og verði góður í næstu þremur leikjum.

Akkúrat, en hvernig er staðan á þér sjálfum?

Það er eins og það er búið að vera… …það eru bara verkjalyf og áfram gakk…

Þú ert ekki heill?

Jú…eða þú veist…það er enginn afsökun. Mér líður alveg ágætlega og það eru bara verkjalyf og áfram gakk. Það eru þrír leikir eftir og ég ætla að gefa allt í það.

Jájá…en það er aldrei betra að vera ekki alveg heill…

Neinei, það er alveg rétt, en svona er staðan og ég ætla bara að díla við hana eins vel og ég get. Við ætlum að vinna tvo leiki og koma okkur í úrslitakeppnina.

Já, dugir það?

Ég hugsa það já, annars klárum við bara þrjá!

Viðtöl: Kári Viðarsson

Fréttir
- Auglýsing -