spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaMatthías Orri líklega frá næstu 5 vikurnar

Matthías Orri líklega frá næstu 5 vikurnar

Leikstjórnandi ÍR Matthías Orri Sigurðarson verður líklega frá næstu 5 vikurnar vegna ökklameiðsla. Þetta staðfesti þjálfari ÍR, Borce Ilievsi í samtali við mbl í dag.

Segir þjálfarinn Matthías hafa snúið sig illa í sigri liðsins á Haukum í annarri umferð Dominos deildarinnar. Segir hann ennfrekar að möguleiki sé á að leikmaðurinn snúi til baka eitthvað fyrr, þrjár til fjórar vikur ef allt gengur upp, en að liðið geri þó ekki ráð fyrir honum aftur fyrr en um mánaðarmót nóvember og desember.

Fréttir
- Auglýsing -