KR vann Fjölni í Dalhúsum í kvöld í leik sem hætti að vera spennandi eftir fyrri hálfleik. Gestirnir úr Vesturbænum settu í fluggírinn og skildu heimamenn eftir í seinni hálfleik og leikurinn endaði 80-99.
Karfan spjallaði við leikmann KR, Matthías Orra Sigurðarson eftir leik í Dalhúsum.