Höttur hefur fengið leikheimild í fyrstu deild karla fyrir Matija Jokic.
Matija er 24 ára, 201 cm framherji sem síðast lék fyrir Recklinghausen í Þýskalandi, en áður hefur hann einnig leikið fyrir félög í Króatíu og í heimalandinu Svartfjallalandi. Þá var hann einnig á sínum tíma hluti af yngri landsliðum Svartfjallalands.
Höttur er sem stendur í efsta sæti fyrstu deildarinnar, en þeir mæta Haukum í kvöld í toppslag, þar sem að liðið sem vinnur mun verða í efsta sætinu eftir leik.