spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaMáté segir Norbertas ekki æfa skotið sem skilaði Haukum sigri gegn Stjörnunni...

Máté segir Norbertas ekki æfa skotið sem skilaði Haukum sigri gegn Stjörnunni í kvöld “Þetta var pjúra heppni”

Haukar höfðu betur gegn Stjörnunni í 9. umferð Subway deildar karla í kvöld í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ, 76-77. Eftir leikinn eru Haukar í 3. sæti deildarinnar með 12 stig á meðan að Stjarnan er í 7. sætinu með 8 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við þjálfara Hauka Máté Dalmay eftir leik í Garðabænum. Undir lokin var það skot miðherja Hauka Norbertas Giga af spjaldinu sem skildi liðin að, en í viðtalinu segir Máté leikmanninn ekki æfa þetta skot eins og það var tekið í leiknum og að um hreina heppni hafi verið að ræða að skotið skildi skila sér niður.

Fréttir
- Auglýsing -