Haukar hafa framlengt samning sinn við þjálfarann Máté Dalmay til 2028 í Subway deild karla.
Máté tók við Haukum fyrir síðasta tímabil í fyrstu deildinni. Á sínu fyrsta ári skilaði hann liðinu beint aftur upp í Subway og á því öðru enduðu nýliðar Hauka í 3. sæti deildarinnar, en þeir voru aðeins einum leik frá því að tryggja sig í undanúrslit úrslitakeppninnar.
Samhliða þjálfun meistaraflokks verður Maté yfirþjálfari yngri flokka hjá deildinni og fagna Haukar því að hafa gert langtímasamning við Maté til að halda áfram þeirri vegferð sem deildin er á.
“Við höfum verið að taka stór skref framávið sem félag á síðustu tveimur árum og ég er fullur tilhlökkunar að halda þeirri vegferð áfram. Það er skýr stefna í gangi hérna og ég er mjög spenntur fyrir því að vera nær unglingastarfinu og byggja upp afreksmenn framtíðarinnar” sagði Maté eftir að undirskriftin var klár.