spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaMaté: Heimaleikjabann út lífið, hann hefur ekkert á íþróttaviðburði að gera

Maté: Heimaleikjabann út lífið, hann hefur ekkert á íþróttaviðburði að gera

Fyrr í dag bárust þær fregnir að leikmaður Hamars hafi mátt þola kynþáttaníð þegar að liðið lék gegn Sindra á Höfn í Hornafirði í gær.

Fyrir stuttu síðan birti Karfan svo yfirlýsingu frá Sindra um málið, en þar taka þeir skýrt og greinilega fram í hvaða aðgerðir félagið muni fara til þess að koma í veg fyrir að þetta eigi sér stað aftur.

Karfan heyrði í þjálfara Hamars, Maté Dalmay, rétt áður en Sindri gaf út yfirlýsingu sína og spurði hann hvernig atvikið hefði litið út fyrir honum.

Sagði Maté:

“Þetta setti ljótan blett á annars frábæra skemmtun, flotta mætingu, fullt hús, kynningu og almennt frábæra umgjörð.

“Þessi eini einstaklingur var með rasísk ummæli í garð okkar leikmanns ítrekað þegar leið á leikinn. Mjög orðljótur. Ég hefði viljað sjá dómara leiksins snúa sér að gæslunni og vísa honum út þegar atvikið kom mjög greinilega upp í vítaskoti.

“En ég er viss um að Sindri taki þessu alvarlega og komi með alvöru yfirlýsingu og setji manninn í heimaleikjabann út lífið hann hefur ekkert á íþróttaviðburði að gera og ég er viss um að enginn á Höfn muni sakna hans.”

Fréttir
- Auglýsing -