spot_img
HomeFréttirMarvin til liðs við Stjörnuna

Marvin til liðs við Stjörnuna

 
Marvin Valdimarsson er genginn í raðir Stjörnunnar í Garðabæ og mun leika með liðinu í Iceland Express deild karla á næstu leiktíð. Sterk viðbót í Garðabæinn en um leið stór missir fyrir Hamarsliðið en Marvin og André Dabney voru langstigahæstu leikmenn liðsins á nýlokinni leiktíð. Gunnar Kristinn Sigurðsson formaður KKD Stjörnunnar sagðist í samtali við Karfan.is vera hæstánægður með nýja leikmanninn.
,,Hann hefur sannað sig sem mjög góður leikmaður í gegnum tíðina og stimplaði sig rækilega aftur í úrvalsdeildina síðasta tímabil með þvi að skora 25 stig í leik eftir að hafa leikið í fyrstu deildinni árið áður. Hann er fjölhæfur leikmaður sem nýtist bæði sem tvistur og þristur og getur einnig frákastað vel. Hann ætti að passa vel inn í okkar leikskipulag og mun klárlega leika mikilvægt hlutverk í því að ná enn lengra, sem er stefnan á næsta tímabili,“ sagði Gunnar en Marvin sjálfur segir í Fréttablaðinu í dag að hann hefði alltaf ætlað sér að breyta til.
 
,,Það er mjög erfitt að fara en ég er kominn á þann aldur að maður verður að prófa það einu sinni að vera með liði sem á möguleika á því að vinna einhverja titla,“ sagði Marvin meðal annars í Fréttablaðinu en hér er hægt að lesa stutt spjall við Marvin úr Fréttablaðinu en það birtist einnig á Vísir.is
 
Ljósmynd/ KKD StjarnanMarvin við undirskriftina í gær þar sem hann gekk í raðir Stjörnunnar.
Fréttir
- Auglýsing -