spot_img
HomeFréttirMarvin og Dabney í stuði með Hamri

Marvin og Dabney í stuði með Hamri

 
Karfan.is birtir nú umfjöllun og myndir frá viðureign Hamars og Breiðabliks sem fram fór síðastliðið mánudagskvöld og um leið biðjumst við velvirðingar á þeim töfum sem urðu á þessu efni.
Breiðablik kíkti í heimsókn austurfyrir fjall þar sem Hamar í Hveragerði voru gestgjafarnir. Fyrir leikinn var Breiðablik í næstneðsta sæti deildarinnar með einungis 2 stig en Hamar með 6 stig í 8.-9. sæti ásamt Tindastól.
 
Leikurinn var mjög jafn og spennandi í fyrrihálfleik. Eitthvað hik var í heimamönnum og léleg boltameðferð sást alltof oft sem sýndi sig í töpuðum boltum. Liðin skiptust á forrystunni en yfirleitt voru gestirnir einu skrefi á undan Hamri. Eftir 1. Leikhluta var staðan 22-21 Breiðablik í vil en athygli vakti að Marvin og Andre Dabney voru með öll stig Hamars í leikhluta, Dabney 14 og Marvin 7.
 
Gestirnir voru mun betri í upphafi 2. Leikhluta og var staðan orðin 23-31 þegar Hamarsmenn vöknuðu loksins og fóru að bíta frá sér. Þeir söxuðu jafnt og þétt á gestina aftur og var staðan 44-41 Hamri í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja ásamt þjálfurum sínum. Þarna var Marvin kominn með 15 stig og Dabney 21.
 
3. Leikhlutinn hófst eins og leikurinn hafði spilast hingað til, jafn og spennandi. Þegar líða tók á leikhlutann fóru Hamarsmenn að sýna það sem þeir áttu inni og sigu framúr. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 72-56 fyrir heimamönnum.
 
Blikar byrjuðu aftur betur í 4. Leikhluta og var staðan fljótlega orðin 75-63 og allt leit út fyrir að þetta yrði barátta í lokin. Blikar komust þó ekki nær heldur en 9 stig og sigruðu Hamarsmenn með 11 stigum, 89-78.
 
Tölfræði Hamars:
Marvin Valdimarsson: 35 stig og 10 fráköst.
Andre Dabney: 26 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar.
Oddur Ólafsson: 8 stig og 4 fráköst
Svavar Páll Pálsson: 6 stig
Páll Helgason: 6 stig
Viðar Örn Hafsteinsson: 5 stig
Ragnar Nathanaelsson: 3 stig
 
 
Tölfræði Breiðabliks:
Jeremy Caldwell: 15 stig og 17 fráköst
Jonathan Schmidt: 15 stig og 8 fráköst
Hjalti Friðriksson: 15 stig og 5 fráköst
Daníel Guðmundsson: 13 stig og 3 fráköst
Þorsteinn Gunnlaugsson: 8 stig og 7 fráköst
Ágúst Angantýsson: 8 stig
Arnar Pétursson: 4 stig
 
 
Pistill: Jakob Hansen
Myndir: Villi Roe
Áhorfendafjöldi: 174
Fréttir
- Auglýsing -