15:17
{mosimage}
(Úr leik Hamars og Tindastóls fyrr í vetur)
Marvin Valdimarsson leikmaður Hamars verður ekki með liði sínu þegar þeir fá Njarðvíkinga í heimsókn í kvöld í Iceland Express-deild karla. Hamar sem situr á botni Iceland Express-deildar karla má ekki við slíkum skakkaföllum en Marvin er næst stigahæsti leikmaður liðsins með 13,2 stig í fyrstu sex leikjum deildarinnar.
Marvin snéri sig á ökkla á æfingu síðastliðin laugardag og hefur verið frá æfingum vegna þess. Ekki er vitað hvort hann verði með á sunnudag en það eru helmingslíkur fyrir því.
mynd: www.hamarsport.is