spot_img
HomeFréttirMartin Thuesen til Snæfells?

Martin Thuesen til Snæfells?

8:48

{mosimage}

Snæfellingar hafa sótt um keppnisleyfi fyrir danska landsliðsmanninn Martin Thuesen, sem undanfarið eitt og hálft ár hefur spilað með þýska liðinu Ulm. Thuesen er 27 ára gamall og 180 cm leikstjórnandi af gömlu gerðinni.

Hann er góður sendingamaður sem sér völlinn vel og spilar fyrir liðið. Hann er einnig hörku þriggja stiga skytta og góður varnarmaður. Snæfell er sem stendur í 4. sæti Iceland Express-deildar karla eftir tvö naum töp í síðustu þremur leikjum.

Það er þó ekki víst hvort Thuesen komi til Snæfells þar sem hann meiddist á fyrstu æfingu á nýju ári og Hólmarar bíða enn eftir niðurstöðum úr læknisskoðun um hvort hann verði fljótt leikfær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ætti það að skýrast í dag hvort Thuesen komi en þá ættu Hólmarar að fá fréttir af niðurstöðunum úr umræddri læknisskoðun.

Thuesen hefur ekki fengið mörg tækifæri með Ulm í þýsku úrvalsdeildinni í vetur og spilaði aðeins í samtals 52 mínútur í fyrstu 11 leikjum tímabilsins. Hann var enn fremur aðeins annar leikstjórnandi danska landsliðsins í verkefnum haustsins og var með 2,2 stig og 1,2 stoðsendingar að meðaltali á þeim 14,8 mínútum sem hann spilaði.

Thuesen var með 12,5 stig og 4,6 stoðsendingar að meðaltali í leik þegar Bakken Bears vann danska meistaratitilinn 2004 og 2005. Þjálfari Bakken Bears þá var einmitt Geof Kotila, núverandi þjálfari Snæfells.

www.visir.is

Mynd: www.fibaeurope.com

Fréttir
- Auglýsing -