spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Martin segir íslenska liðið þekkt fyrir að fara erfiðu leiðina ,,Það er...

Martin segir íslenska liðið þekkt fyrir að fara erfiðu leiðina ,,Það er bara fjallaleiðin til Akureyrar, við erum ekkert að taka þjóðveginn”

Ísland laut í lægra haldi gegn Ungverjalandi í Szobathely í kvöld í næst síðasta leik sínum í undankeppni EuroBasket 2025, 87-78.

Eftir leikinn er Ísland með tvo sigra og þrjú töp í þriðja sæti riðilsins á meðan Ungverjaland er enn í neðsta sætinu, nú með einn sigur og fjögur töp, en fari svo þeir jafni Ísland að sigrum á sunnudag munu þeir eiga innbyrðisstöðuna, þar sem þeir töpuðu með aðeins 5 stigum heima á Íslandi.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Martin Hermannsson leikmann Íslands eftir leik í Savaria Arena í Szobathely í Ungverjalandi.

Fréttir
- Auglýsing -