spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueMartin sagður áfram í Berlín þrátt fyrir áhuga EuroLeague liða

Martin sagður áfram í Berlín þrátt fyrir áhuga EuroLeague liða

Martin Hermannsson fyrirliði Alba Berlin í þýsku úrvalsdeildinni og EuroLeague mun ekki skipta um lið samkvæmt vefmiðlinum BasketNews. Samkvæmt heimildum miðilsins munu nokkur lið hafa verið á eftir leikmanninum, en þar sem Alba Berlin eru nýlega búnir að selja Trevion Williams til Maccabi Tel Aviv í Ísrael, er Martin ekki til sölu.

Dagurinn í dag, Jóladagur, er lokadagur skráninga leikmanna sem fara á milli liða í EuroLeague og því hefur mikið verið að gerast í leikmannamálum þeirra 18 liða sem eru þar á síðustu dögum. Martin hefur leikið vel í EuroLeague það sem af er vetri og er með 12 stig, 2 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -