spot_img
HomeFréttirMartin orðinn leikmaður Alba Berlin

Martin orðinn leikmaður Alba Berlin

Martin Hermannsson er nýr leikmaður stórliðsins Alba Berlin í Þýskalandi en hann var kynntur sem nýr leikmaður liðsins rétt í þessu. Martin skrifar undir tveggja ára samning við silfurlið þýsku úrvalsdeildarinnar og mun spila í EuroCup á komandi leiktíð. 

 

Á heimasíðu Alba Berlín segir Martin: „Alba Berlín spilar í þýsku úrvalsdeildinni og EuroCup sem eru tvær sterkar keppnir. Ég er mjög ánægður að taka þetta skref á mínum ferli og halda áfram að bæta mig. Félagið og allt í kring hefur heillað mig mjög mikið. Mér var boðið á fjórða leik liðsins gegn Bayern Munich í úrslitaeinvíginu og var mjög heillaður af höllinni, aðdáendum og hvernig liðið spilar.“

 

Alba Berlín varð í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni og tapaði úrslitaeinvíginu gegn Bayern Munich fyrir nokkru. Liðið hefur átta sinnum verði þýskur meistari og er alltaf í toppbaráttu þar í landi. Liðið leikur í EuroCup sem er gríðarlega sterkdeild, Berlínarliðið komst í 16. liða úrslit á síðustu leiktíð. Þjálfari liðsins er Aíto García Reneses sem hefur þjálfað Barcelona, Unicaja og spænska landsliðið svo eitthvað sé nefnt. 

 

 

Íþróttastjóri félagsins sagðist hafa fylgst með Martin í nokkur ár. „Það er frábært fyrir okkar félag að Martin hafi valið að koma til okkar þrátt fyrir boð frá liðum í Euroleague. Hann passar fullkomlega í leikmannahópinn og það sem við stöndum fyrir. Hann er enn ungur, er gríðarlega efnilegur og hefur sýnt að hann vill vinna að því að bæta sig. Í okkar systemi getur Martin spilað bæði sem leikstjórnandi og skotbakvörður.“

 

Martin var með 13,9 stig, 2,8 fráköst og 5,7 stoðsendingar í leik með Chalon/Reims á síðustu leiktíð í frönsku efstu deildinni. Martin mun yfirgefa Chalon/Reims og hefur sagst ætla að taka næsta skref á sínum ferli. 

 

 
Fréttir
- Auglýsing -