Martin Hermannsson er á radar stórliðsins Panathinikos fyrir næstu leiktíð. Það er Ítalski miðillinn Sportando sem greinir frá.
Martin var með 10,9 stig að meðaltali í leik fyrir Alba Berlín í Euroleague á síðustu leiktíð og sló heldur betur í gegn á sínu fyrsta tímabili í sterkustu deild evrópu.
Það er ekkert lítil skrefin sem Martin myndi ganga í þar þar sem hinn frábæri leikmaður Nick Calathes mun yfirgefa liðið í sumar. Nick hefur verið einn besti leikmaður liðsins og evrópu síðustu ár og er talið að Martin sé hugsaður sem eftirmaður hans.
Panathinikos var í 6. sæti Euroleague þegar deildin fór í hlé vegna Covid-19. Liðin leita nú leiða til að geta lokið keppni í sumar. Gríska stórliðið hefur 6 sinnum unnið Euroleague og 37 sinnum orðið grískur meistari. Þjálfari liðsins á síðustu leiktíð var Rick Pitino sem samdi við Iona háskólann fyrir nokkrum vikum. Panathinios var fyrr í dag úrskurðaður grískur meistari eftir að deildinni þar í landi var aflýst.
Ljóst er að margir möguleikar bíða Martin í sumar þar sem hann er eftirsóttur biti. Á dögunum var hann einnig orðaður við stórlið Valencia á Spáni.