Martin Hermannsson og Valencia töpuðu í kvöld fyrir Zenit frá Pétursborg í EuroLeague, 72-85. Leik sem að upphaflega átti að fara fram í fjórðu umferð keppninnar, en var frestað vegna Covid-19 smita hjá liði Zenit. Eftir leikinn er Valencia í 6.-8. sæti deildarinnar með 7 sigurleiki og 5 tapaða í fyrstu 12 umferðunum.
Atkvæðamestur fyrir Valencia í leiknum var Bojan Dubljevic með 18 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar. Fyrir Zenit var það Kevin Pangos sem dróg vagninn með 12 stigum og 12 stoðsendingum.
Martin lék tæpar 22 mínútur í kvöld og skilaði á þeim 6 stigum og 3 stoðsendingum.