Lið Martins Hermannssonar, Valencia, mátti þola tap í kvöld í þriðja síðasta leik deildarkeppni EuroLeague fyrir Olympiacos Piraeus, 79-88. Líkt og sjá má hér fyrir neðan er samkeppnin um síðustu sæti úrslitakeppninnar að harðna all verulega, en aðeins 8 efstu fá að taka þátt.

Martin hefur ekkert leikið með liðinu undanfarnar vikur vegna meiðsla, en kæmist liðið í úrslitakeppnina væru samkvæmt honum líkur á að hann gæti tekið þátt.
Aðeins tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni eftir leik kvöldsins. Sá fyrri er gegn gömlu félögum Martins í Alba Berlin komandi föstudag 2. apríl en sá seinni er gegn Spánarmeisturum Baskonia þann 8. apríl.