spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin og félagar töpuðu fyrsta leiknum gegn Barcelona

Martin og félagar töpuðu fyrsta leiknum gegn Barcelona

Martin Hermannsson og félagar í Valencia máttu þola tap í kvöld í fyrsta leik 8 liða úrslita gegn Barcelona, 84-74.

Valencia kom inn í úrslitakeppnina úr 8. sætinu, en Barcelona hafði náð að vinna deildarmeistaratitil ACB deildarinnar þetta tímabilið.

Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig áfram í undanúrslitin.

Á tæpum 10 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin þremur stigum og stoðsendingu.

Næsti leikur einvígis liðanna er komandi föstudag 2. júní.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -