Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia gerðu sér lítið fyrir og kjöldrógu heimamenn í Real Madrid í annarri umferð EuroLeague í gærkvöldi, 77-93.
Eftir leikinn er Valencia í 1.-2. sæti EuroLeague ásamt Fenerbahce Beko Istanbul, en bæði lið hafa unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins.
Atkvæðamestur í liði Valencia í leiknum var Bojan Dubljevic með 24 stig. Fyrir Real var það Walter Tavares sem dróg vagninn með 15 stigum.
Martin átti fínan leik, spilaði mest allra leikmanna Valencia í leiknum, 24 mínútur og skilaði á þeim 6 stigum, 4 stoðsendingum, frákasti og stolnum bolta.