Martin Hermannsson hefur neitað boði tyrkneska stórliðsins Darussafaka til að skrifa undir hjá Þýsku stórliði. Þetta segir á Ítölsku vefsíðunni Sportando í kvöld.
Martin hafði fengið boð frá Darussafaka um að leika með liðinu í tyrknesku úrvalsdeildinni og Euroleague á næstu leiktíð. Hann mun nú hafa neitað boðinu. Því er haldið fram að næsta skref hans á ferlinum verði að skrifa undir hjá Alba Berlín í Þýskalandi.
Alba Berlín varð í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni og tapaði úrslitaeinvíginu gegn Bayern Munich fyrir nokkru. Liðið hefur átta sinnum verði þýskur meistari og er alltaf í toppbaráttu þar í landi. Liðið leikur í EuroCup sem er gríðarlega sterkdeild, Berlínarliðið komst í 16. liða úrslit á síðustu leiktíð. Þjálfari liðsins er Aíto García Reneses sem hefur þjálfað Barcelona, Unicaja og spænska landsliðið svo eitthvað sé nefnt.
Martin var með 13,9 stig, 2,8 fráköst og 5,7 stoðsendingar í leik með Chalon/Reims á síðustu leiktíð í frönsku efstu deildinni. Martin mun yfirgefa Chalon/Reims og hefur sagst ætla að taka næsta skref á sínum ferli.