spot_img
HomeFréttirMartin: Mér fannst við vanmeta þá smá

Martin: Mér fannst við vanmeta þá smá

Martin Hermannsson var stigahæstur í íslenska liðinu sem tapaði gegn Sviss í dag 83-30.

 

„Þetta er grautfúlt. Svona eftir á þá er maður bara pirraður, við erum miklu betri en þetta lið. Margt sem hægt er að taka inní þetta, veikindi og langt ferðalag. Öll þessi flug og flutningur á milli hótel taka á andlega og líkamlega. En ég ætla ekki að nota það sem afsökun, áttum bara að gera miklu betur í dag.“ sagði Martin eftir leikinn.

 

„Þeir voru miklu betri núna heldur en síðast, þá hafa þeir tapað öllum sínum leikjum svo þeir voru hungraðir í að ná í sigur. Svo mætum við bara flatir til leiks og mér fannst við vanmeta þá smá ef ég á að vera hreinskilinn. Það bara má ekki, megum ekki líta of stór á okkur þrátt fyrir að hafa unnið tvo sigra.“

 

Ísland náði ágætis áhlaupi undir lokinn en það var of lítið og seint fyrir íslenska liðið:

 

„Þetta áhlaup kom of seint. Frekar svekkjandi að þessi geðveiki hafi komið svona seint, hefðum við byrjað aðeins fyrr með geðveikinni og hlaupið aðeins á þá. Þá hefðum við tekið þennan leik.“

 

Fréttir
- Auglýsing -