Martin Hermannsson var ekki lengi að vinna sig upp í efstu deild í franska körfuboltanum en franska liðið Châlon-Reims tilkynnti í dag að félagið hafi gengið frá samningum við KR-inginn knáa. Martin lék áður með Etoile de Charleville við mjög góðan orðstýr en hann endaði með 17,2 stig og 7,2 stoðsendingar á fyrsta ári sínu í atvinnumennsku.
Það er verk að vinna fyrir Martin í Reims en Chalons enduðu í 16. sæti af 18 liðum á nýliðinni leiktíð.
Martin verður ekki Íslendingur einsamall í frönsku A-deildinni því Haukur Helgi Pálsson samdi nýverið við Cholet. Cholet endaði í 11. sæti eftir nýliðna leiktíð.