spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueMartin í úrslitaeinvígið - Sæti í Euroleague tryggt

Martin í úrslitaeinvígið – Sæti í Euroleague tryggt

Undanúrslitaeinvíginu í þýsku úrvalsdeildinni lauk fyrr í dag þar sem Alba Berlín náði í sigur á Oldenburg 100-89. Þetta var þriðji sigur Alba Berlín í þremur leikjum í einvíginu og sópaði Oldenburg því úr leik.

Martin Hermannsson mun þvi leika til úrslita í þýsku úrvalsdeildinni en andstæðingarnir verða Bayern Munich. Martin lék vel í leik dagsins, endaði með 12 stig, 4 stoðsendingar auk þess að hitta vel.

Fyrr í vetur var staðfest að liðum í Euroleague yrði fjölgað og er Bayern Munich eitt af tveimur nýjum liðum í deildinni. Þýska deildin á einnig eitt sæti í Euroleague og því þýðir sigur dagsins að Martin og Alba Berlín munu leika í Euroleague á næstu leiktíð.

Úrslitaeinvígi deildarinnar hefst næstkomandi sunnudag, 16. júní en sigra þarf fimm leiki til að tryggja sér þýska meistaratitilinn.

Fréttir
- Auglýsing -