Martin Hermannsson hefur ákveðið að flytja sig um set og spilar með Etolie Charleville-Mezieres í Frakklandi á næsta tímabili.
Hann kemur þaðan frá LIU háskólanum í Brooklyn þar sem hann var með 16, 2 stig. 4,6 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Martin er búinn að vera í tvö ár hjá LIU og vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína en hann var valin í úrvalsleið deldarinnar á síðasta tímabili.
Martin sem er 22. ára hefur því ákveðið að fara í atvinnumennskuna en hann hefur leikið 35 landsleiki með A-landsliði Íslands og var hluti af hópnum sem sem spilaði á EuroBasket í fyrra.
Étoile de Charleville-Mézéres er í frönsku 2. deildinni og sögufrægt lið í Frakklandi.
Frétt / Ólafur Þór Jónsson