spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin góður er Valencia lögðu Monbus Obradoiro í naglbít

Martin góður er Valencia lögðu Monbus Obradoiro í naglbít

Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia unnuð Monbus Obradoiro í kvöld í spænsku ACB deildinni, 77-78. Valencia er eftir leikinn í 8. sæti deildarinnar með 34 sigra og 3 töp eftir fyrstu sjö umferðirnar.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var um spennuleik að ræða, þar sem að Jake Cohen var atkvæðamestur fyrir Monbus með 17 stig og 8 fráköst. Fyrir Valencia var það Bojan Dubljevic sem dróg vagninn með 10 stigum og 5 fráköstum.

Martin átti einnig góðan leik fyrir sína menn. Á tæpum 16 mínútum spiluðum skilaði hann 6 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -