Martin Hermannsson og Alba Berlin höfðu betur gegn Ludwigsburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 63-79.
Martin átti frábæran leik fyrir Berlínarliðið og leiddi þá í framlagi, en á rúmum 23 mínútum spiluðum skilaði hann 12 stigum, 7 fráköstum, 7 stoðsendingum og stolnum bolta.
Martin og félagar eru í mikilli baráttu um að komast í umspil um sæti í úrslitakeppninni, eru sem stendur í 13. sætinu, einum sigurleik fyrir neðan það sem er síðasta örugga sæti úrslitakeppninnar, en aðeins sex umferðir eru eftir af deildinni.