Martin Hermannsson leikur einn stærsta leik síns ferils hingað til í kvöld þegar hann mætir Valencia í hreinum úrslitaleik Eurocup.
Alba Berlín og félagar tryggðu oddaleik í einvíginu með sigri síðasta föstudag þar sem Martin átti hreint frábæran leik. Niðurstaðan því úrslitaleikur í Valencia í kvöld.
Úrslitaleikurinn hefst kl 19:30 að íslenskum tíma en hægt verður að sjá hann á Eurosport fyrir þá sem hafa aðgang að þeirri stöð. Einnig býður Eurocup uppá að kaupa aðgang að þessum stóra leik.
Martin er annar íslendingurinn í sögunni til að leika úrslitaleik í evrópukeppni en Jón Arnór Stefánsson vann keppnina árið 2005 þegar hann lék með Dynamo St. Pétursborg.
Mikið er í húfi því auk þess að sigra þessa öflugu keppni þá hlýst þátttökuréttur í Euroleague með sigri. Karfan sendir Martin baráttukveðjur!
.@hermannsson15 knows what needs to be done this evening!@valenciabasket @albaberlin, Game 3 @ 20:30#RoadToGreatness pic.twitter.com/09RH8sF47h
— EuroCup (@EuroCup) April 15, 2019