spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueMartin einn besti leikstjórnandi Evrópu

Martin einn besti leikstjórnandi Evrópu

Tímabili sterkustu deildar Evrípu EuroLeague lauk í gær hjá Martin Hermannssyni og Alba Berlin er liðið laut í lægra haldi gegn París, 72-63.

Martin átti ágætis leik þrátt fyrir tapið, lék tæpar 23 mínútur og skilaði 7 stigum, 2 fráköstum og 3 stoðsendingum.

Alba Berlin endaði í 18. sæti deildarinnar með aðeins fimm sigra.

Þrátt fyrir það var Martin einn af stoðsendingahæstu leikmönnum deildarinnar á tímabilinu, en í 24 leikjum spiluðum skilaði hann að meðaltali 9.5 stigum, 1.6 fráköstum og 5.7 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Í stoðsendingum var hann því sá 4.-5. hæsti að meðaltali í leik með 5.7 líkt og Mike James hjá AS Monaco. Í efsta sætinu var TJ Shorts hjá Paris með 7.5, í öðru Tamir Blatt hjá Maccabi Tel Aviv með 6.7 og í því þriðja var Facundo Campazzo hjá Real Madrid með 6.4 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -