spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueMartin duglegur að mata liðsfélagana gegn Olympiacos

Martin duglegur að mata liðsfélagana gegn Olympiacos

Martin Hermannsson og Alba Berlin lutu í lægra haldi gegn Olympiacos í EuroLeague í kvöld, 90-85.

Á 15 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin sex stigum, frákasti, átta stoðsendingum og stolnum bolta, en hann var stoðsendingahæsti leikmaður vallarins í leiknum.

Eftir leikinn er Alba Berlin í 18. sæti deildarinnar með þrjá sigra og fjórtán töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -