Martin Hermannsson og félagar í Valencia tóku stór skref að því að tryggja sig inn í úrslitakeppni ACB deildarinnar á Spáni í kvöld með 87-78 sigri gegn Obradoiro.
Efdtir leikinn er Valencia í 8. og síðasta sæti úrslitakeppninnar með 16 sigra, en Breogan eru í sætinu fyrir neðan með 13 sigra og leik til góða þegar 4 leikir eru eftir af deildarkeppninni.
Martin átti fínan leik fyrir Valencia í kvöld, en á tæpum 19 mínútum spiluðum skilaði hann 7 stigum, frákasti, 4 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.