Martin Hermannsson var aftur kominn í leikmannahóp Valencia sem lögðu Murcia í ACB deildinni á Spáni í kvöld, 77-85, en hann hafði verið frá síðustu mánuði vegna meiðsla í hnéi.
Martin átti fína endurkomu í liðið í kvöld, lék rúmar 19 mínútur og skilaði 7 stigum, frákasti og 3 stoðsendingum.
Eftir leikinn er Valencia í 4. sæti deildarinnar með níu sigra eftir fyrstu þrettán umferðirnar.