spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueMartin atkvæðamestur í EuroLeague gegn sínum gömlu félögum frá Berlín

Martin atkvæðamestur í EuroLeague gegn sínum gömlu félögum frá Berlín

Martin Hermannsson og félagar í Valencia töpuðu í kvöld fyrir Alba Berlin í Euroleague, 92-100. Valencia eru eftir leikinn í 3.-4. sæti deildarinnar ásamt Bayern Munchen með 7 sigurleiki.

Atkvæðamestur fyrir Berlin í leiknum var Luke Sikma með 15 stig og 12 fráköst. Fyrir Valencia var það Martin sem dróg vagninn með 13 stigum, 6 stoðsendingum og stolnum bolta.

Martin að sjálfsögðu lék með Alba Berlin síðustu tvö tímabilin áður en hann fór til Valencia í sumar, þar sem hann meðal annars varð meistari síðasta sumar, sem og vann liðið bikarkeppnina á tímabilinu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -