spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaMartin annað árið í röð í öðru sæti í kjöri á íþróttamanni...

Martin annað árið í röð í öðru sæti í kjöri á íþróttamanni ársins

Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrnuleikmaður Lyon og íslenska landsliðsins var í kvöld valin íþróttamaður ársins 2020. Tveir körfuknattleiksmenn voru á topp tíu lista yfir flest atkvæði. Martin Hermannsson, leikmaður Valencia, hafnaði annað árið í röð í öðru sætinu, en í fyrra var hann á eftir kraftlyftingamanninum Júlían Jóhannssyni. Þá var Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður Casademont Zaragoza, í tíunda sæti kjörsins.

Kvennalið Skallagríms fékk einnig atkvæði, sem og þjálfari þess í flokkum þjálfari og lið ársins. Sem þjálfari ársins hafnaði Guðrún Ósk Ámundadóttir í sjötta sætinu og var Skallagrímsliðið í fimmta sæti sem lið ársins.

Fréttir
- Auglýsing -