Haukar vinna að því þessa dagana að undirbúa lið sitt fyrir næsta tímabil í Dominos deild karla.
Ívar Ásgrímsson hætti með liðið eftir síðasta tímabil og hefur eftirmaður hans ekki verið ráðinn. Hávær orðrómur hefur verið uppi síðustu misseri að Israel Martin væri að taka við liði Hauka fyrir komandi tímabil. Það hefur þó ekki fengið staðfest eða verið tilkynnt. Mbl.is greindi frá þessu fyrr í dag.
Einnig segir mbl frá því að Emil Barja íhugi það nú að snúa aftur á heimaslóðir og ganga til liðs við Hauka. Emil fór til Hauka fyrir tímabilið.
Haukar luku tímabilinu í 10. sæti Dominos deildarinnar á nýliðnu tímabili. Miklar breytingar urðu á liðinu fyrir tímabilið en liðið gerði ágætlega á löngum köflum og unnu góða leiki á heimavelli.