spot_img
HomeFréttirMarlow snýr aftur í Hólminn

Marlow snýr aftur í Hólminn

Kieraah L. Marlow hefur samið aftur við Snæfell fyrir leiktíðina 2012-2013 í Domino´s deild kvenna i körfu. Snaefell.is greinir frá. Kieraah stóð sig vel með liðinu á síðasta tímabili og í 32 leikjum skoraði hún 21 stig, tók 9.7 fráköst, gaf 3.5 stoðsendingu og var með 24.6 framlagsstig að meðaltali í leik.
Ingi Þór þjálfari Snæfells var virkilega ánægður með lendinguna:
"Ég er mjög ánægður að hafa samið á ný við Kieraah, hún spilaði vel fyrir okkur og ég er sannfærður um að hún eigi eftir að gera enn betur á næstu leiktíð. Hún þekkir betur umhverfið og við vitum hvað við erum að fá. Hún tekur pláss í litaða svæðinu og síðan var hún allan veturinn að bæta leik sinn."? 
 
Reiknað er með að Kieraah komi til landsins í byrjun September.
 
Mynd/ Björn Ingvarsson – Marlow í leik með Snæfell gegn Fjölni á síðasta tímabili.

www.snaefell.is
  
Fréttir
- Auglýsing -