Króatíski bakvörðurinn Marko Jurica hefur samið við Vestra um að leika með liðinu í Úrvalsdeildinni í vetur.
Marko er 24 ára, 196 cm bakvörður frá Króatíu sem hefur leikið í heimalandinu, í Þýskalandi og í Austurríki sem atvinnumaður. Á síðasta tímabili með liði Sindra Höfn í 1. deildinni þar sem hann var með 7,5 stig og 3,0 fráköst að meðaltali í leik. Tímabilið 2019-20 lék hann í hinni króatísku Prva Liga þar sem hann var með 12,5 stig, 2,8 fráköst og 1,9 stoðsendingu að meðaltali í leik.
Marko fékk leikheimild í gær og er því klár í bikarleik Vestra og Sindra sem fram fer á Jakanum á Ísafirði í kvöld.