Fyrstu deildar lið Sindra hefur samið við Marko Jurica um að leika með liðinu á komandi tímabili.
Jurica er 24 ára, 196cm bakvörður frá Króatíu sem hefur leikið í heimalandinu, í Þýskalandi og í Austurríki sem atvinnumaður. Síðast lék hann fyrir Jazine í Króatíu.
Samkvæmt fréttatilkynningu Sindra kemur Jurica til liðsins í vikunni.
Þá munu þeir Eric Benedick og Ivan Kekic ekki koma til félagsins eins og til stóð, en annar erlendur leikmaður, Gerard Blatt mun vera kominn til liðsins.