Vestri hefur framlengt samningi sínum við framherjann Marko Jurica út næsta tímabil, en samningurinn verður þá endurskoðaður með tilliti til 2023-24 tímabilsins.
Marko kom til Vestra fyrir síðasta tímabil, en liðið féll aftur niður úr Subway deildina í þá fyrstu á leiktíðinni. Var hann einn af betri leikmönnum liðsins í vetur, með 15 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Tilkynning:
Marko Jurica hefur samið aftur við Vestra um að spila með liðinu á næsta tímabili. Samningurinn er til eins árs með framlengingar möguleika til eins árs. Marko var einn af burðarásum Vestra á síðasta tímabili og að meðaltalið skorað hann 14.5 stig, tók 4.7 fráköst, sendi1.9 soðsenddingu og stal boltanum að 0.9 sinnum í leik. Hann reyndist mikivæg liðsfélagi innan sem utan vallar.
Stjórn Kkd. Vestra er ánægð með að Marko hafi ákveðið að halda áfram með liðinu og hlakkar til að sjá leikmannin blómstra enn frekar á komandi tímabili.