spot_img
HomeRusliðMarkelle á Fultz inni

Markelle á Fultz inni

Markelle Fultz leikmaður Philadelphia 76ers vakti mikla athygli á síðasta á ári, en þó ekki fyrir afrek sín á körfuboltavellinum heldur fyrir það að hafa týnt stökkskotinu sínu. Fultz fékkst við einkennileg meiðsli á öxl nánast alla síðustu leiktíð sem enginn virðist hafa getað bent á hvað olli, sem hafði þessi ófyrirséðu áhrif á skothreyfingar hans.

Nýtt tímabil, Fultz af nýjum tækifærum. Strákurinn virðist vera kominn með grúvið aftur og djömperinn orðinn smjör ef eitthvað er að marka það sem sást til hans í leik Sixers gegn Magic í gær. Stráksi sökkti hverju stökkskotinu á fætur öðru og var hvergi banginn við að negla þristum af færi en hann forðaðist það eins og pestina í fyrra.

Markelle á Fultz inni fyrir þessa leiktíð og verður vafalítið í baráttunni um mestar framfarir í vetur.

https://www.youtube.com/watch?v=4CqpVDJw3xw

Fréttir
- Auglýsing -