Framherjinn Mario Matasovic hefur gert nýjan tveggja ára samning við Njarðvík og mun því leika með liðinu til loka leiktíðar 2021-2022. Mario sem þegar hefur leiktíð tvö tímabil í Njarðvík átti öflugt tímabil að baki og var tíundi framlagshæsti leikmaður deildarinnar þegar keppni var blásin af.
Mario er mikilvægur hlekkur í Njarðvíkurliðinu en hann var með 14 stig og 10 fráköst að meðaltali í leik og 22 framlagspunkta að jafnaði.
„Við erum afar ánægð með að hafa Mario með okkur næstu tvö árin en hann hefur fyrir löngu unnið hug okkar og hjörtu í Njarðvík með framgöngu sinni inni á vellinum og ekki skemmir nú fyrir að hann er fyrirmyndar eintak í alla staði,” sagði Brenton Birmingham varaformaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur þegar nýr samningur við Mario var undirritaður.