spot_img
HomeFréttirMario Blasone til Íslands

Mario Blasone til Íslands

 
Mario Blasone kemur til Íslands og heldur hér þjálfaranámskeið fyrir þjálfara á öllum stigum dagana 12. – 15. maí. Mario er virtur þjálfari og á hann að baki langan og farsælan feril með félagslið og landslið út um allan heim. www.kki.is greinir frá.
Hann hefur haldið námskeið í yfir 50 löndum og nokkrum heimsálfum og þá hefur hann unnið mikið fyrir FIBA World og FIBA Europe við að semja kennsluefni og skrifað fjölmargar bækur.
 
Ein þeirra „Triple Threat" er verið að þýða á íslensku og er stefnt á að því verði lokið um það leyti er Mario kemur til landsins en hann gaf leyfi fyrir þýðingunni í tilefni 50 ára afmælis KKÍ.
 
Í dag vinnur Mario fyrir ítalska liðið Virtus Bologna sem leikur í efstu deild á Ítalíu.
 
Nánari dagskrá verður kynnt síðar en tímasetningar verða mjög líklega eins og sjást hér að neðan:
 
Fimmtudagur 12. maí
18:00-21:00
Föstudagur 13. maí
18:00-21:00
Laugardagur 14. maí
10:00-12:30 og 13:30-16:00
Sunnudagur 15. maí
10:00-12:30 og 13.30-16:00
 
Fréttir
- Auglýsing -