spot_img
HomeFréttirMaría Jónsdóttir færir sig yfir til Keflavíkur

María Jónsdóttir færir sig yfir til Keflavíkur

María Jónsdóttir sem leikið hefur með Njarðvík síðustu ár hefur ákveðið að söðla um og mun leika með Keflavík á næstu leiktíð. Þetta staðfesti hún í samtali við Karfan.is í dag.

 

María er uppalin í Keflavík og kom til Njarðvíkur 2015. Hún lék með liðinu síðustu tvö tímabil í Dominos deild kvenna og var með 6,7 stig og 7,3 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili. Njarðvík komst í úrslit Maltbikarsins á nýliðnu tímabili en féll úr Dominos deildinni og leikur því í 1. deild kvenna á næsta tímabili. 

 

„Síðasta tímabil var ákveðin vonbrigði enda vil ég meina að Njarðvík hefði átt geta betur miðað við þann mannskap sem var til staðar. Ég átti góðan tíma þar og var vel tekið frá fyrsta degi og vona svo sannarlega að liðið vinni sig fljótt aftur upp í úrvalsdeild þar sem félagið á heima.“ sagði María í samtali við Karfan.is og bætti við:  

 

„Ég vil spila áfram í úrvalsdeild og er líka farið að hungra í titla eftir nokkurt hlé. Þá liggur beinast við fara í mitt gamla félag þar sem ég þekki vel til og veit að stefnir ávallt á toppinn. Ég er líka spennt að vinna með Jóni Guðmunds. sem hefur þjálfað mig áður og hópurinn hjá Keflavík er flottur þar sem virkileg samkeppni verður um stöður innan liðsins, ég fíla það vel og er tilbúin í slaginn. Ég held að pabbi verði heldur ekkert ósáttur við þetta enda grjótharður Keflvíkingur.“

Fréttir
- Auglýsing -